Í HJARTA REYKJAVÍKUR
Við bjóðum ykkar hjartanlega velkomin í Omnom ísbúðina í húsakynnum okkar að Hólmaslóð 4 út á Granda. Við bjóðum upp á ævintýralegan ís sem er mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs auk þess að selja súkkulaði.
Við notum sérstaka ísblöndu í ísrétti okkar og allar sósur, krem og krömbl er búið til í súkkulaðigerð okkar. Fylgist vel á samfélagsmiðlum þar sem við kynnum nýjungar en reglulega bjóðum við upp á sérstakar viðhafnarútgáfur.
Opið alla daga frá 13:00 til 22:00, sjá mynd hér fyrir ofan fyrir opnunartíma yfir jól og áramót.
