

Dark Nibs + Raspberry
Dökkt súkkulaði með þurrkuðum hindberjum og stökkum kakónibbum
Bragðlýsing
Madagaskar kakó baunin á sérstakan stað í okkar hjarta. En hún er upphaf okkar, fyrsta ástin. Ást við fyrstu sín. Margslungnir, fíngerðir tónar og fislétt rauðberjabragðið gerir Madagaskar 66% súkkulaðið að einu stóru ástarævintýri fyrir bragðlaukana.
Líkt og hefðin er á jólum, vildum við einnig klæða súkkulaðið okkar í sparifötin. Hátíðlega fagurrauð hindber með sinn sérstaka sæta keim, pöruð með vænlegu dassi af kakónibbum fullkomna pakkann. Nú er hátíð í bæ!
Innihaldsefni
Lífrænar kakóbaunir frá Madagaskar, lífrænn hrásykur og lífrænt kakósmjör, hindber, þykkingarefni (E1412).
Inniheldur 58% af kakóþurrefnum.
60 gr.
Geymist á köldum og þurrum stað.
Hannað og búið til á Íslandi, í húsnæði þar sem hnetur, möndlur, mjólk og glúten er meðhöndlað.