We currently ship to Iceland and United States. For US orders visit www.omnomchocolate.com

Kökuboð Mr. Carrots

Posted on April 02 2019

Góðir landsmenn nær og fjær.

Nú nálgast páskar óðfluga og styttist senn í komu mína í verslun Omnom að Hólmaslóð 4.

Af því tilefni vil ég bjóða ykkur öll velkomin í kökuboð aldarinnar laugardaginn þann 6. apríl.

Allir sem nú þegar hafa tryggt sér ljúffengt eintak af Mr. Carrots í forsölu geta því loksins komið til okkar og nálgast pöntun sína. En þeir sem ekki hafa nú þegar tryggt sér eintak, hafa að sjálfsögðu möguleika á því að versla sér sinn eigin Mr. Carrots á kökudeginum mikla.

Í boði verða bragðgóðar, skrautlegar, safaríkar, girnilegar, litríkar og ilmandi kökur af öllum stærðum og gerðum. Og get ég lofað því að hin goðsagnakennda kökudrottning Marie Antoinette myndi falla í yfirlið yfir öllum kræsingunum.

Verslunin verður í sérstökum gulrótarbúningi í tilefni dagsins og munum við fagna fram til seinustu kökusneiðar, eða hér um bil.

En sem fyrr segir þá eru allir velkomnir og vil ég gjarnan sjá ykkur sem flest koma og fagna deginum með okkur og gæða ykkur á gómsætum kökum.

Því bíð ég ykkur hjartanlega velkomin í kökuboð Mr. Carrots milli kl 12-17 í verslun Omnom að Hólmaslóð 4.

-Yðar einlægur, Mr. Carrots

p.s. Komist þú ekki á laugardaginn, ekki örvænta. Allar pantanir verða afgreiddar alveg fram að páskum. Smelltu hér til að finna opnunartíma fram að og yfir páskahátíðina.

More Posts

Search our store

x