Omnom Kvöldhrafnar
Hæ og takk fyrir áhugann!
Við erum að leita að hressum kvöldhröfnun í afgreiðslustarf, í stuttu máli:
- hlutastarf - stuttar kvöldvaktir - hentar vel með skóla -
Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 13. september 2020
Skrollaðu niður ef þú vilt vita meira
Við leitum að fólki sem elskar ís og súkkulaði. Ísbúð Omnom er nýtt blóm í frumkvöðlafyrirtækinu Omnom. Starfið er afgreiðslustarf og mun viðkomandi búa til ísrétti fyrir framan viðskiptavinina sem og segja þeim frá súkkulaðinu okkar. Ef þú ert jákvæður, stundvís, agaður og þjónustulipur einstaklingur sem átt auðvelt með að vinna með fólki þá langar okkur að heyra frá þér. Starfið er afgreiðslustarf, vaktirnar eru stuttar og á kvöldin, starfið hentar því vel með skóla. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í lok september eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við viðskiptavini
- Að útbúa ísrétti fyrir framan viðskiptavini
- Að kynna og segja frá súkkulaðinu okkar
- Almenn afgreiðsla á kassakerfi
- Þrif og tiltekt í verslun
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund og jákvæðni
- Stundvísi og dugnaður
- Áreiðanleg og skipulögð vinnubrögð
- Metnaður til að ná árangri í starfi
- Góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni til að geta unnið undir álagi
- Brennandi áhugi á súkkulaði og ís
- Viðkomandi fær kennslu og þjálfun í Omnom fræðum
- Viðkomandi þarf að geta afgreitt á íslensku
Vinnutími:
- Stuttar kvöldvaktir, starfið hentar vel með skóla
- U.þ.b. 19:30-22:30 á virkum dögum og um helgar
- 3 eða fleiri vaktir á viku
- Möguleiki á lengri vöktum um helgar sé þess óskað
- Hluti af teymi, ekki ein/einn á vakt
Laun:
- Til viðmiðunar má skoða Kjarasamninga VR og SA
Hvernig sæki ég um?
--> Athugaðu að við erum að auglýsa 5 mismunandi störf/vinnutíma
--> Endilega skoðaðu vel og tilgreindu hvaða starf/störf þú ert að sækja um
Til að sækja um starfið þarftu að
1. tilgreina hvaða starf/störf þú ert að sækja um, vinsamlega tilgreindu í subject line þegar þú sendir póstinn
2. skrifa stutt kynningarbréf um þig og afhverju þig langar að vinna hjá okkur eða afhverju við ættum að ráða þig
3. gefa okkur upplýsingar um tvo meðmælendur sem við getum hringt í
4. setja aðgengilega ferilskrá sem viðhengi
5. tilgreina hvenær þú gætir mögulega hafið störf
Athugaðu að við svörum ekki umsækjendum sem uppfylla ekki þessi fimm atriði. Öllum öðrum umsóknum verður svarað.
--> umsóknina ásamt fylgigögnum sendirðu á work @ omnomchocolate.com
Þú getur sent fyrirspurnir á hildur @ omnomchocolate.com ef þú óskar eftir nánari upplýsingum um starfið. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Hlökkum til að heyra frá þér!