Skip to content
Ertu súkkulaðigrís?

Ertu súkkulaðigrís?

       
Við erum tilbúin að stækka teymið og erum að leita að réttu manneskjunni sem þarf að sjálfsögðu að búa yfir súkkulaðieldmóði!
 
Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um starfið, hæfniskröfur og umsóknarferlið.
Athugið að þetta er framtíðarstarf og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, eftir samkomulagi.

Um fullt starf er að ræða og er almennur vinnutími mán-fös 09:00-17:00.
Starfsmaður tilheyrir framleiðsludeild Omnom og heyrir undir framleiðslustjóra.
   

Vinnsluteymi: Pökkun

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Númer eitt, tvö og þrjú pökkun á súkkulaði. 
  • Jafnframt felst í starfinu almenn ræsting á vinnslu- og pökkunarrými. 
  • Einnig eru tilfallandi verkefni í súkkulaðiframleiðslu sem og súkkulaðismökkun. 

Hæfniskröfur:

  • Hæfniskröfur
  • Góð samskiptahæfni
  • Jákvæðni og framtakssemi
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Vilji til að vinna sjálfstætt og í teymi
  • Rétt hugarfar til að vinna í starfi þar sem mikið er um endurtekningu
  • Æskilegt að þú hafir reynslu af sambærilegum störfum
  • Æskilegur aldur 20+    

Umsóknir:

  • Umsóknarfrestur er til og með 15.09.18
  • Æskilegt er að þú getir hafið störf sem fyrst
  • í umsóknarbréfi þarf að fylgja kynningarbréf (af hverju viltu vinna hjá Omnom) og  ferilskrá með mynd
  • Umsóknina á að senda á netfangið work @ omnomchocolate.com. 
  • Einnig óskum við eftir símanúmerum meðmælenda
  • Vinsamlegast setjið sem viðfangsefni (subject line): Umsókn fyrir Omnom: pökkun
  • Fyllsta trúnaðar verður gætt og öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfresti lýkur eða þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
  • Upplýsingar um starfið veitir Hildur --> hildur @ omnomchocolate.com

Hlökkum til að heyra frá þér!

Fyrirtækið:
Omnom er tæplega 5 ára gamalt frum­kvöðla­fyr­ir­tæki sem sérhæfir sig í súkkulaði­fram­leiðslu.
Hjá fyrir­tækinu vinna 19 manns, þar með talið eigendur þess.
Omnom rekur eigin verslun, selur súkkulaði í versl­anir, bæði innan­lands og erlendis
ásamt því að bjóða upp á heim­sóknir í verk­smiðjuna þar sem súkkulaðið leikur við bragð­laukana.
Vinnustaðurinn býður upp á lifandi og krefjandi störf.
Older Post
Newer Post

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now