Ertu skipulagður súkkulaðigrís?
Við erum að leita að skipulögðum og jákvæðum sælkera í 80-100% starf á súkkulaðilager Omnom. Starfið er nýtt og tilheyrir söludeild Omnom en jafnframt mun viðkomandi vinna náið með framleiðsluteyminu. Starfsstöðvar eru tvær og heyrir starfið undir framkvæmdastjóra Omnom.
Hlutverk og ábyrgð:
- Samantekt og skráning á pöntunum, bæði innanlands sem og erlendis fra
- Undirbúningur á vörum til sendingar, móttöku og/eða afhendingar
- Samantekt og frágangur á sendingum fyrir vefverslun
- Framkvæmd og framfylgd á lagerskipulagi
--> Teymisvinna, góð samskipti á milli framleiðslu- og söludeildar
--> Móttaka á vörum og hráefni
--> Talning og skráning í lagerkerfi
--> Tryggja gott aðgengi að vörum samkvæmt skipulagi - Frágangur og þrif á starfsstöðvum
- Bein samskipti við viðskiptavini og birgja Omnom
- Aðstoða sölumenn við útkeyrslu og afhendingu á vörum til viðskiptavina Omnom
- Aðstoða önnur teymi ef þarf
Hæfniskröfur:
- Reynsla af lagerstörfum
- Jákvæðni, öguð vinnubrögð og framtakssemi
- Líkamlegt hreysti og heilbrigði
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á reikningagerð
- Brennandi áhugi á súkkulaði- og matarmenningu
- Þjónustulund og almenn gleði
- Reynsla af þjónustu- eða afgreiðslustörfum æskileg
- Kunnátta á DK eða önnur reikninga/lagerkerfi kostur
- Bílpróf nauðsynlegt en meirapróf eða lyftarapróf kostur
- Gott vald á íslensku er æskilegt en ekki nauðsynlegt
- Góð enskukunnátta er nauðsynleg
- Reykleysi
- 22 ára og eldri
Athugið að þetta er framtíðarstarf. Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 27. janúar, öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Vinsamlega sendið ferilskrá með mynd og símanúmerum meðmælenda á netfangið work@omnomchocolate.com og setjið sem viðfangsefni (subject line) Starfsumsókn: lager svo umsóknin rati á réttan stað. Fyllsta trúnaðar verður gætt.