Skip to content
Omnom Ice Cream - Mjúk en fersk og ísköld Soft Opening

Omnom Ice Cream - Mjúk en fersk og ísköld Soft Opening

--> ATH það verður lokað á sunnudaginn <--

TAKK fyrir frábærar móttökur!

Góðir hlutir gerast hægt en LOKSINS ætlum við að opna mjúklega dyrnar að nýju ísbúðinni okkar. Opið verður frá fimmtudegi til sunnudags 17.-20. september.

Afhverju er Omnom að búa til ís?

Af því að við elskum allskonar deserta og ís er okkar uppáhalds desert, á eftir súkkulaði auðvitað.

Þegar við byrjuðum að sameina ást okkar á þessum tveimur yndisaukum fengum við út ótrúlega margar bragðsamsetningar sem okkur hefði ekki órað fyrir.

Við höfum því notið þess til fulls að smakka, þróa og fullkomna okkar eigin Omnom ísrétti síðustu mánuði.

Við erum að springa úr spenningi yfir því að fá að kynna ykkur fyrir nýrri upplifun í ísréttum,

sem eru einhvers staðar mitt á milli þess að vera bragðarefur og desert á veitingastað. Bara ekki búast við ís með dýfu, við klúðrum því alltaf.

Ísbúð Omnom má finna í húsakynnum Omnom að Hólmaslóð 4 út á Granda. 

OPNUNARTÍMAR:

FIM 17.09 18-22

FÖS 18.09 18-22

LAU 19.09 14-22

SUN 20.09 Lokað

Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the note box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now