We currently ship to Iceland and United States. For US orders visit www.omnomchocolate.com

Ísbúð Omnom

Posted on September 28 2020

Við létum drauminn okkar rætast og opnuðum ísbúð Omnom í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina okkar út á Granda. 

Í ísbúð Omnom fær hugmyndaflugið lausan taum en á boðstólum eru girnilegir og spennandi ísréttir sem helst er hægt að lýsa sem einstakri bragðupplifun mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs. 

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi Omnom, ásamt sérlegum smökkurum eru búin að liggja yfir gæða hráefnunum og uppskriftum og útkoman er dásamlegar sósur, krem, krömbl og kurl. 

Við munum byrja með fimm rétti á ísseðlinum og munum svo bæta inn fleiri spennandi og tilraunakenndum réttum eftir tilefnum og stemningu hverju sinni.

Á fyrsta matseðli Omnom verða til dæmis Gyllti svanurinn sem sveipar njótandann suðrænum blæ, Kolkrabbinn sem sogar sig fastan á bragðlaukana með saltlakkrís og súrpræsi og svo er það sjálfur Ísbjörninn sem sumir eru kannski nægilega hugaðir að prófa. Bara ekki búast við ís með dýfu...við klúðrum því alltaf.

Ísbúð Omnom er til húsa að Hólmaslóð 4 út á Granda og opnunartímar eru

Þriðjudaga til föstudaga frá kl. 16 til kl. 22

Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til kl. 22

Lokað á mánudögum því ísfólkið þarf að hvíla sig.

More Posts

Search our store

x