Súkkulaði og ísbúð Omnom
Vertu velkomin í litlu ís- og súkkulaðibúðina okkar sem er staðsett inn í súkkulaðigerð okkar út á Granda. Hér er ekkert til sparað í skemmtilegum bragðsamsetningunum þegar kemur að ís og súkkulaðigerð og munu bragðlaukarnir syngja hástöfum og þakka þér fyrir að hafa gert þér ferð ferð í Omnom.
Ísréttirnir okkar eru einhversstaðar á milli bragðarefs og eftirréttar og öll krömbl og sósur eru gerðar í súkkulaðigerð af sérlegum pastry chef Omnom. Hver einasti réttur er búin til af mikilli alúð og einungis bestu hráefni notuð hverju sinni. Komdu og smakkaðu draumaísinn þinn en ekki biðja okkur um að búa til venjulegan ís með dýfu. Það kunnum við ekki. Það má einnig finna allt okkar súkkulaði í verslun okkar og við bjóðum ávallt upp á súkkulaðismakk fyrir viðskiptavini því það er mjög mikilvægt að hver og einn viti hvernig súkkulaðimanneskja hann/hún/hán er. Við bjóðum einnig um á skemmtilega árstíðabunda ísrétti og vörur og við mælum með að kíkja á samfélagsmiðlana hverju sinni til að sjá hvað er í boði. Já og eitt til viðbótar, það er opið hjá okkur alla virka daga milli 11-20 en eins og lífið sjálft þá stundum klikkar það. Við mælum alltaf með að kíkja á samfélagsmiðla áður en ferðinni er heitið út á Granda. Kíktu í heimsókn, við hlökkum til að sjá þig.Ommótsstæðilegir ísréttir



Leðurblakan
Kaffisúkkulaðisósa, brúnaðar saltstangir og yuzu krem.
Kolkrabbinn
Lakkríssúkkulaðisósa, lakkrís hindberjakurl og súrt hindberjagúmmí.
Svanurinn
Mangó-ástaraldin sósa, súkkulaði-ástarladin makkaróna, ristaðar kókosflögur í súkkulaðihjúp með Sea Salted Toffee.



Ísbjörninn
Brenndur sykurpúði, dökk súkkulaðisósa, hafrakexmulningur og birkireykt salt.
Hunangsflugan
Hunangsssúkkulaðisósa og hunangsristað konflex.
Pandan
Hvít súkkulaðisósa og súkkulaðikexmulningur.



Hrúturinn
Möndlusmjör og súkkulaðihúðaðar möndlur og hnetur.
Einhyrningurinn
Kemur fljótt...
Opnunartími og staðsetning
Omnom Chocolate
Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík
+354 -519-5959
omnom(at)omnomchocolate.com
Opið alla virka daga milli 11 og 20.
Literally no words to describe this ice cream. We've had their chocolate bars before but the ice cream is truly an experience. Vanilla ice cream that tastes like cake batter, almond butter and peanuts and chocolate... Absolutely out of this world! I will be dreaming of this dessert until I can have it again!
Glaður viðskiptavinur
google review
What a cool ice cream and chocolate shop on the edge of town! So many flavors of chocolate bars like caramel and milk of Madagascar. And the types of cool ice cream creations were spectacular! Definitely a must visit.
Hæstánægður viðskiptavinur
google review
WOW! What a great ice cream shop. We loved see all the different creations. The staff were super helpful. And there’s SO MANY chocolate bar flavors. We will be back!!
Viðskiptavinur í himnasælu
google review