Skip to content

Sagan Okkar

Omnom var stofnað af æskuvinunum tveimur, þeim Kjartani Gíslasyni og Óskari Þórðarsyni á haustmánuðum 2013. Omnom er eina súkkulaðigerðin á Íslandi sem sérhæfir sig í svokölluðu ,,baun í bita” (e. From bean to bar) súkkulaði og hafa þeir frá upphafi einungis notað og notið hágæða kakóbauna hvaðanæva að úr heiminum. Það getur verið snúið verkefni að búa til ,,baun í bita” súkkulaði, hvað þá þegar áhersla er lögð á að afla upplýsinga um uppruna og aðstöðu kakóbænda. Þeir tóku áskorunni fagnandi.

Kjartan lærði til kokks og vann um tíma á veitingastöðum í Lúxemborg, Noregi og Svíþjóð sem og úrvals veitingastöðum hér heima líkt og Dill. Hann hefur mikla ástríðu fyrir mat og að þekkja alla anga matargerðarinnar til hlítar og þá sérstaklega menningunni og hefðinni á bakvið eftirrétti og bakstur. Þessi forvitni og ástríða leiddi hann að súkkulaðinu og ,,baun í bita” hreyfingunni. Hann langaði að skilja hvernig gómsætt súkkulaði verður til frá grunni úr beiskum kakóbaunum. Hann pantaði kakóbaunir og -nibbur allstaðar að úr heiminum til að fá tilfinningu fyrir mismunandi bragði eftir uppruna, bretti upp ermarnar og byrjaði að prófa sig áfram í súkkulaðigerð í eldhúsinu heima hjá sér. Þegar því markmiði var náð - það er að segja að búa til gott ,,baun í bita” súkkulaði þá hófst tilraunastarfssemi með bragðtegundir og áferð. Með Óskari æskuvini sínum sér við hlið, stækkuðu þeir teymið og opnuðu litla súkkulaðigerð í gamalli bensínstöð út á Seltjarnarnesi. Fyrstu súkkulaðistykkin fóru í sölu 2. nóvember 2013 á kaffihúsi Reykjavík Roasters; vinirnir röðuðu því í hillurnar, settust svo á næsta borð með rjúkandi kaffibolla og biðu þess með eftirvæntingu að einhver kæmi inn á staðinn og myndi veita súkkulaðinu athygli og jafnvel kaupa sér eitt stykki.

Markmið Omnom er að búa til besta mögulega súkkulaðið úr bestu fáanlegu hráefnunum. Hvert einasta súkkulaðistykki er búið til úr baunum frá ákveðnu landi og bera nafn þess til að undirstrika uppruna kakóbaunanna, til dæmis Madagaskar, Tansaníu og Níkargúa. Önnur hráefni eru til dæmis lífrænn reyrsykur og íslenskt mjólkurduft. Öll hráefni sem við notum eru vandlega valin útfrá bragðgæðum og uppruna og leggjum við mikið upp úr siðferði, sjálfbærni og gagnsæi í ferlinu. Omnom kaupir allar hrávörur sínar beint frá upprunastað þeirra, með rekjanlegum hætti til að tryggja vistvæna og sjálfbæra framleiðslu.

Einstakt vistkerfi Íslands er ríkt af gjósku, mýri og margbrotinni flóru plönturíkis sem býður upp á einstakt tækifæri á skapandi matvæla framleiðslu. Öll þessi öfl eru partur af DNA Omnom. Á Íslandi er allt hægt og Omnom fangar og fagnar þessu hugarfari með súkkulaðigerð sinni.

SHOP ALL

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now