Aðferðin Okkar
Kakótré vaxa um 20 gráður norður og suður af miðbaugi. Við fimm ára aldur byrja þau að gefa af sér ávexti. |
||
Kakóávextirnir eru tíndir af trjánum og þegar þeir eru opnaðir má sjá hvítt aldinkjöt umlykja kakóbaunirnar. |
||
Baunirnar eru látnar gerjast í aldinkjötinu sem umlykur þær. Efnabreytingarnar í gerjunarferlinu verða vegna náttúrulegs gers í aldinkjötinu og baktería. Ferlið tekur fjóra til níu daga. |
||
Algengast er að kakóbaunir séu þurrkaðar með aðstoð sólarinnar. Þá eru þær breiddar jafnt út og snúið reglulega til að fá jafna þurrkun og þess gætt að þær skrælni ekki. |
||
Eftir þurrkun, eru kakóbaunirnar settar í strigapoka og fluttar í vöruhús víðsvegar um heiminn. |
||
Bauninar eru ristaðar til að draga fram bragðeiginleika þeirra en ristunin auðveldar jafnframt að brjóta ysta lag baunarinnar sem við köllum hýði. |
||
Kakóbauninar eru settar í gegnum afhýðingarvél sem skilur hýðið frá kjarnanum. Kjarnann köllum við kakónibbu. |
||
Nibburnar eru fyrst grófmalaðar þar til þær verða að þykkum massa, að því loknu eru þær fínmalaðar ásamt öðrum hráefnum sem tekur allt að þrjár klukkustundir. |
||
Súkkulaðið er brætt en síðan kælt rólega niður og haldið á hreyfingu á meðan til að fitukristalarnir nái jafnvægi og myndi gljáa og stökkleika þegar súkkulaðið kólnar. |
||
Omnomomnomomnomomnom
|