Skip to content
Svarti sauðurinn vinnur gull

Svarti sauðurinn vinnur gull

Við vöknuðum í morgun við dúndurfréttir. Súkkulaðið okkar hlaut 11 verðlaun á Evrópumóti í súkkulaðigerð í gær, þar á meðal 5 gullverðlaun.

Nýjasti og villtasti fjölskyldumeðlimurinn Black n´ Burnt Barley vann gullverðlaun á hátíðinni ásamt Lakkrís + Salt og Milk of Madagacar. Einnig vann uppáhaldið okkar, Coffee + Milk, til silfurverðlauna.

Gullverðlaunahafar Evrópumótsins fá þátttökurétt á alþjóðlegu súkkulaðihátíðinni sem fer fram seinna á árinu. Alþjóðlegu súkkulaðiverðlaunin eru mestu heiðursverðlaun sem súkkulaði getur hlotið.

,,Þetta er svolítið eins og að vinna EM í súkkulaði”, segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður. ,,Við erum ótrúlega hamingjusöm og hrærð yfir þessum mikla heiðri. Svona verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir ungt og íslenskt fyrirtæki.”

Older Post
Newer Post

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now