Skip to content
Svarti sauðurinn vinnur gull

Svarti sauðurinn vinnur gull

Við vöknuðum í morgun við dúndurfréttir. Súkkulaðið okkar hlaut 11 verðlaun á Evrópumóti í súkkulaðigerð í gær, þar á meðal 5 gullverðlaun.

Nýjasti og villtasti fjölskyldumeðlimurinn Black n´ Burnt Barley vann gullverðlaun á hátíðinni ásamt Lakkrís + Salt og Milk of Madagacar. Einnig vann uppáhaldið okkar, Coffee + Milk, til silfurverðlauna.

Gullverðlaunahafar Evrópumótsins fá þátttökurétt á alþjóðlegu súkkulaðihátíðinni sem fer fram seinna á árinu. Alþjóðlegu súkkulaðiverðlaunin eru mestu heiðursverðlaun sem súkkulaði getur hlotið.

,,Þetta er svolítið eins og að vinna EM í súkkulaði”, segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður. ,,Við erum ótrúlega hamingjusöm og hrærð yfir þessum mikla heiðri. Svona verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir ungt og íslenskt fyrirtæki.”

Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the note box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now