Skip to content
All the colors of the rainbow

Allir regnbogans litir

Verðlaunasúkkulaðið Caramel er innblásið af litadýrð og gleði Hinsegin daga.Súkkulaðið átti upprunanlega einungis að vera til í takmörkuðu upplagi til styrktar Hinsegin dögum, en vegna gífurlegra vinsælda um heim allan fæst súkkulaðið nú allan ársins hring.Caramel er dökkt mjólkursúkkulaði með súkkulaðihúðuðum karamelluperlum og ef vel er athugað má finna keim af regnboga í hverjum einasta bita.

„Mannkynið er fjölbreytt og ekki síst litríkt og þannig varð Caramel til,“ segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður en Omnom hefur verið einn af bakhjörlum Hinsegin daga sl. sjö ár. „Þetta súkkulaði er okkar leið til þess að styðja við réttindabaráttu hinsegin samfélagsins og munum við halda stuðningi okkar áfram,“ segir hann ennfremur.Saman fögnum við þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu hinsegin samfélagsins og minnum okkur á að enn er langt í land hér heima sem og víðar.Lengi lifi fjölbreytileikinn, regnbogar og einhyrningar!

Litaleikur Omnom

Í tilefni af Hinsegin dögum langar okkur að gera lífið enn litríkara með því að bjóða upp á Omnom litakeppni. Það eina sem þátttakendur þurfa að gera er að hala niður myndunum hér fyrir neðan og leyfa innri listamanni að skína skært!

Við hvetjum öll til að deila myndunum með okkur á Instagram, Facebook eða Twitter og tagga okkur ásamt myllumerkinu #omnomchocolate. Notir þú ekki samfélagsmiðla, er hægt að senda listaverkið í tölvupósti. Vinningshafi verður dregin 8. Ágúst næstkomandi. Veglegir vinningar frá Bioeffect, 66North og Saltverk auk súkkulaðis.

Mynd 1 

Mynd 2

Mynd 3 

Mynd 4

Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the note box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now