Skip to content

Við sendum til Íslands, USA og Kanada • Frí sending ef pantað er fyrir meira en 7500 kr.

Chocolate and coffee pairing

Súkkulaði og kaffipörun í samstarfi við Reykjavík Roasters

 Elskar þú kaffi og súkkulaði?

Omnom súkkulaði og Reykjavík Roaster taka höndum saman þann 6. október næstkomandi og efna til sælkeraviðburðar með því að para saman súkkulaði og kaffi.

Bragðlaukarnir munu syngja af ánægju!

Við munum bjóða upp á notalega og eftirminnilega stund

Í pöruninni munum við m.a fara yfir:

Hvernig verður súkkulaði til?

Hvernig verður kaffi til?

Hvernig fer bragðþróun fram?

Passar súkkulaði og kaffi saman?

Þessi viðburður er opinn öllum og verður haldinn á ensku.

Hægt er að bóka pláss á viðburðinn hér. 

 Hægt er að kaupa gjafabréf á viðburðinn í verslun okkar á Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík.

Verð: 4.900kr

-> Fá sæti í boði

Omnom Chocolate:

Fólkið á bakvið Omnom býr til súkkulaði úr lífrænum kakóbaunum frá mismunandi stöðum í heiminum, en bragðupplifun er mismunandi eftir svæðum og gaman að uppgötva hvað gerir hvert svæði einstakt í bragðupplifun.

Reykjavík Roasters:

Góður bolli af heitu kaffi býr yfir einhverju dulmagni. Að njóta kaffis getur verið margslungin helgiathöfn, en á sama tíma frekar einföld og fyrirferðalítil tilfinning. Reykjavík Roasters stefnir alltaf að því að skapa þessa tilfinningu með sérhverjum þeim kaffibolla sem þau bjóða upp á.

Hugmyndafræðin bak við fyrirtækið er sáraeinföld: Þau vilja flytja inn fyrirtakskaffibaunir, rista þær af alúð og laga af þeim kaffi eftir bestu getu, þannig að kaffiunnendur geti notið þess.

Older Post
Newer Post
Close (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Added to cart