Skip to content

Samstarf Omnom og Theodóru Alfreðsdóttur fyrir HönnunarMarsskoðar hvernig hægt er að nýta náttúrlega aukaafurð sem fellur til við umbreytingu kakóbauna yfir í súkkulaði. Aukaafurðin er hýði baunarinnar sem er einnig þekkt sem husk, en um sex kg falla til af því dag hvern hjá Omnom.

Í þessu samstarfi verður þessari aukaafurð lyft á stall og gert að parti af hringrásar súkkilaðiupplifun sem boðið verður upp á á Hönnunarmars. Þar sem súkkulaðið, endaafurðin og huskið, auðkaafurðin renna saman í eitt. Með því opna þau glugga inn í það ferli sem á sér stað áður en við getum notið þess að borða súkkulaðið og leggja þannig áherslu á upphafið, baunina sjálfa. Nostalgía, menning, og Ísland sjálft eru oft innblástur nýrra bragðtegundar hjá Omnom. Fyrir Theodóru, sem er búsett í London er einnig sterk tenging við íslenska náttúru og heimþráin oft sterk. Það eru þessar sterku tilfinningar sem ráða för í upplifuninni. Ferðalagið fer með fólk í gegnum átta stöðvar þar sem hver moli er innblásinn af íslenskri menningu eða náttúru. Frá birki og byggs yfir í lakkrísþráhyggju, 10 dropa af kaffi og sjónvarpsköku, hver og einn moli er handgerður af natni og byggður í kringum form Theodóru. Allt súkkulaði er borið fram á litlum geometrískum skúlptúrum sem allir eru gerðir úr huski kakóbaunanna, með mismunandi aðferðum. Formin eru líkt og súkkulaðið innblásin af íslenskri náttúru eða persónulegum minningum Theodóru sem tengjast hennar uppvexti og umhverfi. Samstarfið gengur út að að skapa notalega súkkulaðiupplifun; þar sem hugarheimur Theodóru Alfreðsdóttur og Omnom mætast. Viðburðurinn minnir okkur á dýrmæti okkar nærumhverfis, með því að leggja áherslu á náttúrulegan uppruna súkkulaðisins, frá baun í súkkulaðibita. Afrakstur samstarfsins verður kynntur í heimakynnum súkkulaðigerðinnar. Boðið verður upp á leiðsögn í gegnum nosalgíu og minningar á HönnunarMars. Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig til að upplifa.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now