Skip to content
Ísbúð Omnom

Ísbúð Omnom

Við létum drauminn okkar rætast og opnuðum ísbúð Omnom í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina okkar út á Granda. 

Í ísbúð Omnom fær hugmyndaflugið lausan taum en á boðstólum eru girnilegir og spennandi ísréttir sem helst er hægt að lýsa sem einstakri bragðupplifun mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs. 

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi Omnom, ásamt sérlegum smökkurum eru búin að liggja yfir gæða hráefnunum og uppskriftum og útkoman er dásamlegar sósur, krem, krömbl og kurl. 

Við munum byrja með fimm rétti á ísseðlinum og munum svo bæta inn fleiri spennandi og tilraunakenndum réttum eftir tilefnum og stemningu hverju sinni.

Á fyrsta matseðli Omnom verða til dæmis Gyllti svanurinn sem sveipar njótandann suðrænum blæ, Kolkrabbinn sem sogar sig fastan á bragðlaukana með saltlakkrís og súrpræsi og svo er það sjálfur Ísbjörninn sem sumir eru kannski nægilega hugaðir að prófa. Bara ekki búast við ís með dýfu...við klúðrum því alltaf.

Ísbúð Omnom er til húsa að Hólmaslóð 4 út á Granda. Opið alla daga milli 13-20

Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the note box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now