Skip to content

SARAN

KRJÚPIÐ FYRIR DROTTNINGUNNI

Í ár eiga allir einstaklega ljúffenga, gulli slegna hátíðar Söru skilið; Söru sem drottningu sæmir.

Fyllt Madagaskar vanillukremi og böðuð upp úr kaffisúkkulaði. Sitjandi efst í hásæti sínu, ofan á ljúffengum ísrétti með ilmandi mandarínu-súkkulaðisósu og karamellu ristuðu heslihnetukrömbli, trónir hún á toppnum líkt og kóróna jólanna.

Saran er konungborinn óður okkar til jólanna. Lengi lifi Saran, lengi lifi ísdrottningin!

Þessi hátíðlegi, konungsborni ísréttur verður fáanlegur fram að jólum í verslun okkar og kemur í tveimur stærðum, miðstæð 1290 kr og stór 1590 kr.

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the message box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now