Skip to content

Við sendum til Íslands, USA og Kanada • Frí sending ef pantað er fyrir meira en 7500 kr. • Síðasti dagur til að panta fyrir páska er 2. apríl.

Coffee + Milk


Hið fullkomna kaffisúkkulaði

Sú löngun að búa til kaffisúkkulaði kviknaði snemma hjá Kjartani Gíslasyni, annars eigenda og stofnenda Omnom. Hann var með mjög sterka sýn, súkkulaðið yrði að vera búið til úr kaffibaunum. Hann leitaði til vina sinna hjá Rvk Roasters og upp úr því samstarfi hófst skemmtilegt vinna að finna réttu baunirnar í súkkulaðið og réttu hlutföllin. Óhætt er að segja að teymið allt hafi innbyrgt mörg kíló af kaffisúkkulaðitilraunum í þessu ferli. Á endanum voru það kaffibaunir frá Brasilíu sem urðu fyrir valinu, létt ristaðar baunir með keim af heslihnetum, sætu tóbaki með eftirbragði af dökku súkkulaði og rúsinum. Það sem gerir þetta súkkulaði svo skemmtilegt er að það er einungis búið til úr kaffibaunum, en vegna kaffiolíunnar úr baununum er súkkulaðið mun mýkra en gengur og gerist. Það sem kórónaði uppskriftina var að bæta mjólkinni við og úr varð súkkulaði sem braðgast nákvæmlega eins og hinn fullkomni cappuccino að morgni til.
Close (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Added to cart