Mr. Carrots
Fyrir nokkrum árum fékk Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður þá hugdettu að búa til páskaegg, annað væri skrýtið fyrir súkkulaðigerð á Íslandi. Eggið yrði þó að vera í anda Omnom og markmiðið var að búa til súkkulaðilistaverk.
Súkkulaðigerð er eins og ferðalag eða leiðangur og er súkkulaðikanínan okkar Mr. Carrots afrakstur slíkrar vinnu en þetta súkkulaðilistaverk var mörg ár í undirbúningi.
Til að byrja með voru uppi hugmyndir um geometrískt egg en eftir fyrstu teikningar voru allir sammála um að það vantaði meiri karakter. Þá voru gerðar teikningar af lambi og litlum ungum en allt kom fyrir ekki, en svo kom það, Kanína! Auðvitað gerum við kanínu.
Það var þá sem Mr. Carrots fæddist, 300 gr. af lakkríssúkkulaði í geometrískum stíl í anda Omnom. Hann er með meiri karakter en margur annar - það fer ekki framhjá neinum.
Þegar við hófum þessa vegferð vildum við setja allan fókusinn á súkkulaðið, ekkert nammi eða þvíumlíkt til að taka bragð frá súkkulaðinu. Það snýst allt nefnilega um Mr. Carrots.
Mr. Carrots súkkulaðikanínan okkar er handgerð í súkkulaðigerð okkar úti á Granda og er búin til úr lakkríssúkkulaðinu okkar Lakkrís + Sea Salt.