Skip to content

Mr. Carrots

HVERJUM ÞYKIR SITT OM NOM

Í landi langt, langt í burtu býr kanína; kanína að nafni Mr. Carrots. Mr. Carrots er engin venjuleg páskakanína, heldur eitt af furðuverkum vísindanna og sannkallað súkkulaðiundur.

— 

Fimm ár af sykursætu lakkríslífi hefur Mr. Carrots þurft að þola aleinn en hversdagsleikinn er ekki lengur alveg eins rómantískur, himininn ekki lengur eins fagurblár og lífið orðið dálítið einmannalegt. Líf án félagsskapar og samveru er ekkert líf. Nú voru góð ráð dýr og súkkulaðibyltingu ýtt úr vör, haldið var aftur í tilraunastofuna til þess að reyna að endurgera súkkulaðundrið sem Mr. Carrots er. Myndi það takast? Óvissan var mikil. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir, tókst að endurgera Mr. Carrots. Þetta var engin hefðbundin páskaupprisa, heldur annað meistarverk vísindanna sem leit dagsins ljós. Okkur tókst að endurhanna sömu skörpu línurnar, sama glans, sama elegans og loksins, loksins hefur kanínufjölskyldan stækkað. Nú má finna tvær nýjar bragðupplifanir af Mr. Carrots, Sea Salted Toffee og mjólkursúkkulaðið Milk of Nicaragua bæst í hópinn ásamt gömlu góðu Lakkrískanínunni (OG) og heyrst hefur að Mr. Carrots sé í skýjunum með viðbótina. Þvílíkt tríó — Þvílíkur tími til að vera til. Mr. Carrots súkkulaðikanínurnar eru til í mjög takmörkuðu upplagi.

ÞÆR FJÖLGA SÉR!

Okkur tókst að endurhanna sömu skörpu línurnar, sama glans, sama elegans og loksins, loksins hefur kanínufjölskyldan stækkað. Nú má finna tvær nýjar bragðupplifanir af Mr. Carrots, Sea Salted Toffee og mjólkursúskkulaðið Milk of Nicaragua hafa bæst í hópinn ásamt gömlu góðu Lakkrískanínunni.

UNDUR VÍSINDANNA

Mr. Carrots er engin venjuleg páskakanína, heldur eitt af furðuverkum vísindanna og sannkallað súkkulaðiundur.

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the note box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now