

Spiced White + Caramel
Kryddað, maltað hvítt súkkulaði með appelsínuberki, kanil og stökkri karamellu.
Bragðlýsing
Appelsínur og malt. Malt og Appelsín. Kryddað, maltað hvítt súkkulaði með appelsínuberki, kanil og stökkri karamellu. Þessi blanda kemur öllum í jólafíling. Flestir Íslendingar halda fast í þessa ríkulegu hefð af hátíðlegri bragðupplifun, sem er engri lík. Við vildum fanga þessa hefð með okkar eigin hætti í einstöku súkkulaði sem er sannkallaður óður okkar til jólanna.
Innihaldsefni
Lífrænt kakósmjör, lífrænn hrásykur, íslenskt mjólkurduft, glúkósasíróp, smjör, rjómi, salt, lyftiefni, byggmaltkjarni, salt, lesitín úr sólblómum, appelsínubörkur, kanill.
Inniheldur 32% af kakóþurrefnum.
60 gr.
Geymist á köldum og þurrum stað.
Hannað og búið til á Íslandi, í húsnæði þar sem hnetur, , möndlur, mjólk og glúten eru meðhöndlaðar.