Skip to content
Chocolate for your farmer

Súkkulaði á bóndadaginn

Bóndadagurinn er á næsta leiti og því er við hæfi að koma með nokkrar hugmyndir af súkkulaðigjöfum sem munu án efa slá í gegn.

Kaffi og súkkulaði

Milk of Madagascar er fullkomið með góðum kaffibolla eins og td. cappuccino. Kremað mjólkursúkkulaði og góður kaffibolli, hin fullkomna blanda.

Te og súkkulaði

Það er varla til betri blanda en te og súkkulaði. Te hreinsar pallettuna svo súkkulaðiupplifunin verður á allt öðru plani. Við mælum með rauðrunnate og Tanzania 70%

Bjór og súkkulaði

Góður stout er einstaklega bragðgóður með Black n´Burnt Barley sem einmitt er unnið úr byggi.

Fyrir matarboðið

250 gr súkkulaði af Caramel er fullkomið með kaffinu og dígestif í matarboðinu, fullkomið til að deila með vinum.

Fyrir nammigrísinn

Ef um mikinn nammigrís er að ræða þá er Lakkrís Krunch fullkomið til að deila með engum nema sjálfum sér - upp í sófa. #selfcare


Ísbíltúr

Fátt er betra en góður ísbíltúr - líka í 10 stiga frosti eða asahláku. Við bjóðum upp á átta framúrskarandi ísrétti sem munu vekja kátínu hjá öllum ísaðdáendum.

Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the note box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now