Skip to content
Dad

Sherry trifla pabba

„Þessi eftirréttur er mér afar kær. Pabbi bjó hann til á hverju ári þegar ég var barn og núna bý ég hann til handa minni fjölskyldu. Njótið vel,“ Kjartan Gíslason, annar stofnenda Omnom og súkkulaðigerðarmaður.

250 gr makkarónu smákökur

250 gr sherry

4 stk eggjarauður

100 gr sykur

500 gr rjómi

1 stk vanillustöng, skorin í þvert og fræin skafin úr

10 gr matalím ( 2 stór matarlímsblöð )

125 gr vatn, sjóðandi

250-500 gr rjómi til að þeyta

Gott dökkt súkkulaði til að rífa yfir

Aðferð

Raðið kökunum í fallega glerskál sem þú vilt bera búðinginn fram í.

Víninu hellt út á kökurnar þar til blautar í gegn.

Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum, þar til þær eru orðnar að þéttri froðu.

Rjóminn er soðinn í litla stund með vanillunni og svo er honum smáhellt í þeyttu rauðurnar og þarf stöðugt að hræra í á meðan.

Þessu öllu er svo hellt í pottin aftur, og þegar rétt er við að sjóða, er potturinn tekinn af hellunni og má ekki hætta að hræra eitt einasta augnablik, því þá mærna eggjarauðurnar.

Matarlímið er leyst í sundur í sjóðandi vatni og þegar það er vel runnið, er því hellt í eggjajafninginn.

Þegar eggjafroða er orðin köld, en ekki hlaupin saman, er henni hellt yfir kökurnar.

Þegar á að bera þetta á borð skal þeyta, 250-500 gr af rjóma og láta yfir.

Rífið súkkulaði yfir og skreytið með ferskum berjum og berið fram með kökuspaða eða skeið

Older Post
Newer Post

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now