Jóla Madaleines á aðventunni
Aðventan er gengin í garð og við viljum gleðja þig með girnilegri uppskrift af Madeleines með jólatvisti sem bráðna í munninum á þér.
Jóla Madaleines
250 g smjör
250 g flórsykur
100 g möndluduft
25 g kakóduft
7 stk. eggjahvítur
75 g hveiti
Börkur af einni appelsínu
Byrjið á því að bræða smjörið í potti, við miðlungshita og hitið þar til það fer að sjóða. Haldið áfram að elda smjörið og hrærið þar til smjörið fer að brúnast og freyða. Takið þá smjörið af hitanum og leyfið því að kólna. Sigtið saman flórsykur, möndluduft og kakóduft. Blandið vel saman við eggjahvíturnar. Blandið síðan saman við smjörið. Bætið loks hveitinu og appelsínuberkinum við. Kælið í eina klukkustund áður en sett er í formin. Hitið ofninn í 170°C. Smyrjið Madaleines-form með smjöri og stráið með hveiti (Madaleinesform fæst í meðal annars í Söstrene Gröne og best er að nota form úr járni).
Sprautið deiginu í formin, passið að fylla þau ekki alveg, þar sem kökurnar munu blásast út um helming. Bakið í ofninum í um það bil 8-10 mínútur, ef formin eru stór gæti þurft lengri tíma, alveg upp í 15 mínútur. Snúið úr formunum og leyfið að standa í 10 mínútur. Berið fram með heitu kakó.
Njótið aðventunnar!