Skip to content
How white became black

Hvernig hvítt varð svart

Við höfum verið að vinna að uppskrift af hvítu súkkulaði í tilraunaeldhúsinu í töluvert langan tíma. Uppskriftin var klár, pakkningar voru klárar.

Við vorum að setja okkur í startholurnar að setja framleiðsluna í gang og gefa súkkulaðið út, en þá gerðist hið óvænta, við kynntumst nýju hráefni.

Nýja hráefnið var ristað bygg, nánast brennt, sem er venjulega notað
í bruggun á Porter og Stout bjórum. Við fengum það frá vinum okkar, bruggurunum í Ölvisholti eftir sameiginlega bjór- og súkkulaðipörun. Við prófuðum að setja þetta maltaða og brennda bygg í næstu súkkulaðilögun og við vissum strax að okkur langaði að bæta þessu hráefni við uppskriftina.

Þetta nýja bragð breytti hugmynd okkar um hvað súkkulaði
er og getur orðið, og bragðið er örugglega bæði sérstakasta og eitt skemmtilegasta sem við höfum unnið að en með bygginu kemur þessi dásamlegi keimur sem minnir á ristað brauð.

Við ákváðum að halda áfram að prófa okkur áfram með uppskriftina og bættum líka við hraunsalti frá Saltverki og byggi frá Móður Jörð í Vallanesi. Hraunsaltið gaf súkkulaðinu nauðsynlegt jafnvægi á móti sætunni og viðaraskan í saltinu viðeigandi lit.

Á þessum tímapunkti vorum við ekki lengur með hvítt súkkulaði í höndunum heldur kolsvart hvítt súkkulaði og dásamlega uppskrift þar sem finna má ríkulegan keim af ristuðu byggi sem minnir á ristað brauð, beiskt kakó og kaffi.

-Kjartan Gíslason Súkkulaðigerðarmaður og stofnandi Omnom Chocolate 

Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the note box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now