Regnbogar og einhyrningar
Verðlaunasúkkulaðið Caramel + Milk frá Omnom kom út fyrir ári síðan og er innblásið af litadýrð og gleði Hinsegin daga.
Súkkulaðið átti upprunanlega einungis að vera til í takmörkuðu upplagi til styrktar Hinsegin dögum, en vegna gífurlegra vinsælda um heim allan fæst súkkulaðið nú allan ársins hring.
Caramel+ Milk er dökkt mjólkursúkkulaði með súkkulaðihúðuðum karamelluperlum og ef vel er athugað má finna keim af regnboga í hverjum einasta bita.
„Mannkynið er fjölbreytt og ekki síst litríkt og þannig varð Caramel + Milk til,“ segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður en Omnom hefur í rúmt ár stutt við Hinsegin daga. „Þetta súkkulaði er okkar leið til þess að styðja við réttindabaráttu hinsegin samfélagsins og munum við halda stuðningi okkar áfram,“ segir hann ennfremur.
Allir sem kaupa Caramel + Milk í verslun okkar að Hólmaslóð 4 út á Granda og í vefverslun okkar á meðan Hinsegin dagar standa yfir, fá einnota einhyrningshúðflúr í kaupbæti sem er tilvalið í gleðigönguna. Þeir sem hafa áhuga á að fá sér einhyrninginn til frambúðar eru beðnir um að hafa samband við okkur.
Að lokum hvetur Omnom teymið landsmenn til að gera sér ferð í miðbæinn laugardaginn 11. ágúst og taka virkan þátt í gleðigöngunni.
Saman fögnum við þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu hinsegin samfélagsins og minnum okkur á að enn er langt í land hér heima sem og víðar.
Lengi lifi fjölbreytileikinn, regnbogar og einhyrningar!