Súkkulaði-karamellu gígar
Hinsegin dagar eru hafnir og við erum í stuði. Kjartan súkkulaðigerðarmaður bjó til ómótstæðilega súkkulaði-karamellu gíga sem fullkomið er að deila með vinum og vandamönnum. Við skiljum það samt mjög vel ef þú ákveður að deila þeim ekki.
Súkkulaði-karamellu gígar (12. stykki)
Innihald
1 dós niðursoðin mjólk
120 gr. Caramel + Milk frá Omnom
50 gr. smjör
50 gr. sykur
50 gr. hveiti
2 egg
1 tsk vanilludropar
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt frá Saltverk
Aðferð
Karamella
Setjið dósina með niðursoðnu mjólkinni í pott með vatni sem nær alla leið yfir hana og sjóðið í ca. 3-4 klukkustundir. Passið að bæta við vatni eftir þörfum. Látið dósina síðan kólna í ca. 2-4 klukkustundir áður hún er opnuð.
Smákökur
Hitið ofninn í 180°c
Saxið súkkulaðið og bætið því í hitaþolna skál ásamt smjörinu. Setjið skálina yfir pott með sjóðandi vatni og bræðið saman.
Setjið sykur, egg og vanilludropa í skál og þreytið saman. Bætið súkkulaðiblönduinni við og blandið vel saman.
Því næst er hveiti, lyftiduft og saltið sigtað saman og bætt við blönduna.
Setjið bökunarpappír á plötu og með matskeið setjið eina doppu af súkkulaðideigi (ca 3-4 cm á breidd).
Passið að hafa 4 cm pláss á milli hverrar köku. Bleytið teskeið og ýtið í miðjuna til að búa til lítinn gíg.
Setjið 1 teskeið af karamellu ofan í gíginn og bakið í 8 til 12 mínútur. Stráið Sjávarsalti frá Saltveki yfir og leyfið að kólna í minnst 10 mínútur.
Njótið vel!
-Omnom teymið