Skip to content

Við sendum til Íslands, USA og Kanada • Frí sending ef pantað er fyrir meira en 7500 kr.

Intense, dark and bitter

Ákaft, dökkt og 100%

Hundrað prósent súkkulaði er ekkert nema súkkulaði. Enginn sykur, engin mjólk, engin bragðefni, engir ávextir eða hnetur. Engan vegin fyrir alla en 100% fyrir suma.

Þegar unnið er með 100% súkkulaði er mikilvægt að velja kakóbændur sem leggja alúð í sína vinnu. Enn mikilvægara er að vanda til verka við ristun baunanna þar sem hún spilar lykilatriði í hreinu súkkulaði. Við ristuðum baunirnar lengi við lágan hita til þess að halda flóknu bragði hennar.

Peru 100% er einstakt súkkulaði sem er búið til úr hinni merkilegu hvítu kakóbaun Gran Nativo Blanco  sem uppgötvaðist fyrir tilviljun árið 2008 í norðurhluta Perú en þá hafði hún verið hulin í meira en öld. Þetta þótti mikill fengur enda er Gran Nativo Blanco kakóbaunin talin einstök bæði hvað varðar lit og bragðeiginleika.

Bragði Peru 100% er best lýst sem bitrum keimi af ristuðum valhnetum, örlitlum tóni af papæja- og sítrusávöxtum og flauelsmjúkri áferð í lokin.

,,Við höfum unnið að þróun á góðu 100% súkkulaði í mörg ár en er þetta í fyrsta skipti sem að við gefum út slíkt súkkulaði“ segir Kjartan Gíslason, annar stofnenda Omnom. ,,Þegar við fengum baunirnar í hendurnar hófumst við handa í tilraunaeldhúsinu að vinna með þær en komumst fljótlega að því að þær nutu sín best einar og sér - án allra viðbóta”.

Peru 100% er einungis til í takmörkuðu upplagi og lofum við einstakri upplifun í bragði, sem er áköf, dökk og 100%.

Older Post
Newer Post
Close (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Added to cart