Skip to content
REYKJAVÍK PRIDE

HINSEGIN DAGAR

GLEÐILEGA HINSEGIN DAGA!

Hinsegin dagar verða haldnir í Reykjavík 3.-8. ágúst. Borgin verður regnbogalituð og tugir viðburða verða í boði, bæði hreinræktuð skemmtun og skemmtileg fræðsla, spjall um liðna tíð og nútímann, tónlist, sögur, dans og drag. Vissulega verður hvorki Gleðiganga né hátíð í Hljómskálagarðinum í hefðbundinni mynd, en stjórn Hinsegin daga ætlar að halda annarri dagskrá óbreyttri, eftir því sem kostur er og reglur leyfa.

Á Íslandi héldu lesbíur og hommar í fyrsta sinn út á götur síðasta laugardag í júní 1993 og síðan árið eftir. Hlé varð á þeim samkomum þar til í júní 1999 þegar haldin var útihátíð að viðstöddum 1.500 gestum á Ingólfstorgi, þar sem þess var minnst að 30 ár voru liðin frá Stonewall uppreisninni. Það var svo ári síðar, árið 2000, sem fyrsta gleðigagnan var gengin í Reykjavík og upp frá því hafa Hinsegin dagar vaxið og dafnað með ótrúlegum hraða. Í dag eru Hinsegin dagar í Reykjavík sex daga hátíð menningar, mannréttinda og margbreytileika.

Fyria fjórum árum síðan sköpuðum við glitrandi súkkulaði, sem fagnaði öllum litum regnbogans og upphafði alla ást án fordóma. Caramel varð á skotstundu okkar allra vinsælasta súkkulaði í öllum heimshornum. Omnom hefur verið stoltur styrktaraðili Hinsegin Daga síðan þá.

Með ást og gleði í hjörtum fögnum við fjölbreytileikanum og hlökkum til Hinsegin Daga.

Older Post
Newer Post

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now