Skip to content

Við sendum til Íslands, USA og Kanada • Frí sending ef pantað er fyrir meira en 7500 kr.

S´more fun this summer!

Omnom S´mores

Stemning og stuð í sumar með Omnom S´mores!

Okkur langaði að færa íslenskum ferðalöngum smá bandaríska útilegumenningu beint í æð. Við föndruðum því saman smá “S´mores Kit” til þess að hjálpa Íslendingum að taka útilegustemninguna hér landi upp á næsta stig.

S´mores er í raun og veru mjög einföld uppfinning/uppskrift. Þú byrjar á því að létt grilla sykurpúða, mjög heitar og skiptar skoðanir eru um hversu mikið eða lítið skal “brenna” sykurpúðann. Þú brýtur svo niður súkkulaðið og klemmir það ásamt grillaða sykurpúðanum á milli tveggja kex kaka. Úr verður gómsæt blanda sem er fullkomið að njóta með fjölskyldu og vinum í sumar. Einhvers konar útilegu eftirréttar samloka.

Omnom S´mores kassinn inniheldur okkar sívinsæla Caramel súkkulaðistykki, ásamt fjórum sykurpúðum, átta hafrakexkökum frá vinum okkar hjá Brauð & Co og svo fjórir bambus prjóna. Allt sem þú þarft til að búa til fjórar gómsætar Omnom s´mores-lokur.

Older Post
Newer Post
Close (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Added to cart