Sagan á bakvið vetrarsúkkulaðið
Það er einhvern veginn svo sterkt tenging á milli minninga og ilms. Þegar kemur að því að búa til súkkulaði fyrir jólin á ég það oft til að leita í minningabankann og sækja innblástur þaðan frá einhverju úr æsku minni. Þaðan fæ ég oft aragrúann allan af góðum hugmyndum til þess að leika mér með. Eins og til dæmis piparkökur eða Malt og Appelsín.
En það var einmitt tilurðin að þessu jólasúkkulaði, Malt og Appelsín. Að sækja innblástur úr einum ástsælasta hátíðardrykk þjóðarinnar og yfirfæra hann í súkkulaðiform var skemmtileg áskorun. Í súkkulaðinu má finna keim af allskyns kryddum sem við tengjum við jólahátíðarnar, sem laða fram lokkandi minningar úr eldhúsinu og vekja upp ákveðna nostalgíu. Appelsínutónar og maltað bygg blandast saman kryddunum í einstakri harmóníu í þessum hvíta súkkulaðigrunni, sem er að lokum toppað með stökkum karamellubitum til þess að kóróna bragðið að mínu mati.
Þessi súkkulaðisköpun fagnar hinum sanna jólaanda fyrir mér, og í hverjum bita er ég fluttur heim á æskuheimilið, mamma að baka smákökur og Ellý og Vilhjálmur á fóninum.
Ég von að þið njótið súkkulaðisins jafn mikið og ég.
Ég óska ykkur öllum gleðilegrar aðvengu og jólahátíðar.
Kjartan Gíslason,
súkkulaðigerðarmaður og meðstofnandi Omnom.