Skip to content

Síðasti dagur til að panta innanlands er 21. desember fyrir hádegi. Við sendum til Íslands, USA og Kanada • Frí sending ef pantað er fyrir meira en 7500 kr.

The Panda

Pandan


Við kynnum til leiks nýjan ísrétt; Pönduna:

Súkkulaðikexkrömbl

Hvít súkkulaði-vanillusósa

Ferskur mjúkís


Pandan er nýjasti ísrétturinn okkar og varð hugmyndinn til á meðan við vorum að vinna að Cookies + Cream súkkulaðinu okkar, réttara sagt bjuggum við fyrst til ísréttinn og unnum svo súkkulaðið út frá því.   

Okkur langaði að búa til okkar eigin útgáfu af fræga ameríska súkkulaðikexinu (þetta sem allir þekkja) nema nota dökka Tanzaníu súkkulaðið okkar í sköpunina. Við ákváðum svo að búa sjálf til hreint hvítt súkkulaði frá grunni og nota það til að búa til hvít súkkulaði-vanillusósuna.

Litapallettan í réttinum er einföld og var bara eitt dýr sem kom til greina sem gat borið þetta á herðum sér. Við kynnum til sögunar Pönduna. Það elska allir pöndur, er það ekki.

Gómsætur og silkimjúkur ísréttur sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Okkar nýja uppáhalds.

Þú færð "pönduna" og fleiri einstaka ísrétti í ísbúð Omnom.


Older Post
Newer Post
Close (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Added to cart