Skip to content
Cookies + Cream

Cookies + Cream

Við erum stödd við eldhúsborðið heima hjá ömmu, nýkominn inn, vorum úti að leika allan morguninn með krökkunum í hverfinu og amma kemur færandi hendi. Á borðinu fyrir framan okkur, dökkar súkkulaði kexkökur og ískalt mjólkurglas. Þú tekur kexkökuna, dífir henni í mjólkurglasið og stingur henni upp í þig. Kremið, sætan og rjóminn umlykja bragðlauka þína. Er til eitthvað betra? Út frá þessari æskuminningu fæddist hugmynd sem okkur langaði til að endurskapa í súkkulaðistykki.

Við fórum því rakleiðis í tilraunaeldhúsið til þess að fullmóta þessa hugmynd. Við leituðumst við að skapa sætt og silki mjúkt hvítt súkkulaðistykki sem við fullmótuðum síðan með aðstoð vina okkar í Brauð & co sem sköpuðu himneskar súkkulaðismákökur sem finna má aftan á súkkulaðistykkinu.

Úr varð okkar nýjasta súkkulaðistykki: “Cookies + Cream” Ofan á hafsjó af rjómakenndu hvítu súkkulaði liggja tvær margslungnar súkkulaðismákökur búnar til af Brauð & co úr 70% Tansaníu súkkulaði. Þessi nýja samsetning myndar sannkallaða nostalgíu veislu fyrir bragðlaukana sem ömmur okkar gætu verið stoltar af.

Fáanlegt í vefverslun okkar og öllum helstu verslunum.

Older Post
Newer Post

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now