Skip to content
The Werewolf of Black Forest is back

Varúlfurinn í Svartaskógi er kominn aftur

Varúlfurinn í Svartaskógi er hrekkjavöku-ísdesert Omnom. Innblástur okkar kemur frá hinni margrómuðu súkkulaðitertu frá Svartaskógi í Þýskalandi sem alla jafna inniheldur súr og sæt kirsuber, djúsí súkkulaðikökubotn sem Kirsh líkjör er dreypt yfir, þeyttum vanillurjóma og rifnu dökku súkkulaði til skrauts. 

Okkar túlkun á bragðævintýrinu er mjúkur vanilluís, kirsuberjasúkkulaðisulta með ögn af balsamik ediki til að leika við bragðlaukana, mjúk súkkulaðibrownie úr Madagascar 66% súkkulaðinu okkar sem tónar sérstaklega vel við rauðu berin og balsamik edikið. Efsta lag ísréttarins er svo stökkur súkkulaðikexmulningur, toppaður með súkkulaðiskógi og súrsætu kirusberja-balsamiksýrópi. 

Þessi ísdesert er algjört ævintýri fyrir bragðlaukana sem aðeins Grimms bræðurnir hefðu getað búið til.

Þessi ævintýralegi ísréttur verður fáanlegur fram að Hrekkjavöku.

Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the message box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now