Zac Efron snýr aftur
Sumarið 2020 verður alltaf munað sem sumarið sem Hollywood-stjarna setti litla íslenska súkkulaðiframleiðslu á hliðina.
Í júlí 2020, vöknuðum við upp við þúsundir skilaboða bæði í tölvupósti og á samfélagsmiðlum. Öll innihéldu sömu skilaboðin: Hvar get ég keypt Omnom?
Ástæðan var Netflix-þáttaröð Hollywoodhjartaknúsarans Zac Efron, Down to Earth with Zac Efron. Í fyrsta þætti heimsækir Zac hina ýmsu staði á Íslandi og þ.á.m. súkkulaðigerð okkar.
Óhætt er að segja að slík umfjöllun, sem mörgum dreymir um, hjálpaði mikið til á óvissutímum líkt og við upplifðum þetta sama ár.
Þið getið lesið meira um þetta ævintýri hér.
Lagerinn okkar seldist svo gott sem upp, vefheimsóknir jukust um 5000% og netsala á þessum tímabíli jókst um 30.000% dagana rétt eftir frumsýningu.
Súkkulaðið sem Zac bjó til í tilraunaeldhúsinu okkar mun aldrei líta dagsins ljós og ef við erum alveg heiðarleg þá ætti Zac bara að halda sig leiklistina, en með því að smakka Coffee + Milk þá gerði hann það að einu af okkar vinsælustu stykkjum.
Önnur þáttaröð Down to Earth verður frumsýnd á Netflix 11. nóvember næstkomandi og verður hún með áherslu á Ástralíu. Fyrir þau sem ekki hafa séð fyrstu þáttaröð þá mælum við með að setja þessa þætti á hámlistann sinn.