WINTER COLLECTION SÚKKULAÐIÐ
Vetrarlína Omnom er saga og ferðalag okkar í gegnum íslensku hefðirnar sem umvefja veturinn, hugsað til þess að ylja okkur um hjartarætur. Omnom sækir innblástur í matarhefðir, bragðtóna og venjur sem hringja inn jólinn.
Vetrarlínan inniheldur þrjú súkkulaðistykki:
Dark Nibs + Raspberries
Madagaskar kakó baunin á sérstakan stað í okkar hjarta. En hún er upphaf okkar, fyrsta ástin. Ást við fyrstu sín. Margslungnir, fíngerðir tónar og fislétt rauðberjabragðið gerir Madagaskar 66% súkkulaðið að einu stóru ástarævintýri fyrir bragðlaukana.
Líkt og hefðin er á jólum, vildum við einnig klæða súkkulaðið okkar í sparifötin. Hátíðlega fagurrauð hindber með sinn sérstaka sæta keim, pöruð með vænlegu dassi af kakónibbum fullkomna pakkann. Nú er hátíð í bæ!
Milk + Cookies
Ó, elsku jólin. Það er ómögulegt að hugsa til jóla án þess að upp komi í hugann minning um piparkökur og glas af ískaldri mjólk. Við vildum ólm fanga þessa minningu og hófumst því handa við að setja saman uppskrift til að geta bakað hina fullkomnu krydduðu smáköku.
Grunnurinn var unninn úr afgangs möndlum úr framleiðslunni okkar, tröllahöfrum og ríkulegu magni af engifer og kanil. Við lékum okkur með uppskriftina þar til jólaandinn sveif yfir okkur og fullkomnun var náð.
Smákökurnar liggja í ljúfum faðmi Madagaskar mjólkursúkkulaðis og saman er þetta par ósigrandi. Helgi Björns mun sko aldeilis nenna jólunum eftir eitt svona!
Spiced White + Caramel
Appelsínur og malt. Malt og Appelsín. Kryddað, maltað hvítt súkkulaði með appelsínuberki, kanil og stökkri karamellu. Þessi blanda kemur öllum í jólafíling. Flestir Íslendingar halda fast í þessa ríkulegu hefð af hátíðlegri bragðupplifun, sem er engri lík. Við vildum fanga þessa hefð með okkar eigin hætti í einstöku súkkulaði sem er sannkallaður óður okkar til jólanna.