Skip to content
WINTER COLLECTION 2021

VETRARLÍNA OMNOM 2021


Enn á ný erum við komin í faðm vetrarins. Hann læðist inn um gluggann og fær okkur til þess að hreiðra vel um okkur undir hlýju teppi þar sem við yljum okkur við bjarma kertaljóssins. Vetrarlína Omnom er fullkominn félagi í vetrar húminu.

Góð bók, ilmandi kaffibolli og gott súkkulaði er hin fullkomna þrenning til þess að verma sálina.

Vetrarlína Omnom er saga og ferðalag okkar í gegnum íslensku hefðirnar sem umvefja veturinn, hugsað til þess að ylja okkur um hjartarætur.

Nú fáanleg í vefverslun og í verslunum um land allt.

Listaverk á umbúðum eftir Jorinde.

Older Post
Newer Post

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now