Skip to content
Bye Bye Bye 2020

OK BÆ 2020

Nú er hið margrómaða 2020 liðið. Við kveðjum árið með gleði í hjarta, þakklát fyrir að árið sé á enda. Þakklát fyrir að hafa komist í gegnum þetta stórfurðulega, skrýtna, og oft á tímum erfiða ár. Við komumst í gegnum það saman, en án ykkar stuðnings hefðum við ekki geta gert þetta.

Árið sem er að líða var viðburðamikið þrátt fyrir að hægt hafi verið á hjólum samfélagsins. Við hófum árið á því að gefa út ný súkkulaði, svonefnda Ástarlínu og okkar ástkæri Mr. Carrots mætti aftur á svæðið um páskana og sló vægast sagt í gegn. Við gáfum einnig út SuperChocoBerryBarleyNibblyNuttylicious á vormánuðum sem var ansi góður ferðafélagi í húsblínum í sumar.

Um mitt sumar fengum við óvæntan liðsauka frá Hollywood þegar hjartaknúsarinn Zac Efron frumsýndi á Netflix nýja heimildarmyndaþætti sem báru nafnið Down to Earth with Zac Efron. Þættirnir vöktu mikla athygli um heim allan og er óhætt að segja að það hafi verið algjör sprengja í áhuga og sölu á Omnom súkkulaði um víða veröld. Við höfum hreinlega aldrei upplifað annað eins havarí og síðastliðið sumar.

Á haustmánuðum opnuðum við Omnom ísbúð í verslun okkar út á Granda. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og við hlökkum til að vaxa og dafna ísmegin í lífinu, birta upp líf ykkar með ómótstæðilegum og öðruvísi ísréttum.

Í október kom Vetrarlínan okkar út í annað sinn, með spánýrri hönnun frá listakonunni Söru Riel, ásamt skemmtilegri nýjung; Aðventuöskju Omnom. Báðar vörur vöktu kátínu og gómsæta gleði meðal almennings og er gaman að segja frá því að þrátt fyrir það að við jukum við framleiðslu vetrarlínunar um 182%, þá var hún samt sem áður uppseld í desember byrjun líkt og í fyrra.

Omnom fagnaði einnig sjö ára starfsafmæli þann 2. nóvember og erum við þakklát fyrir það tækifæri að fá að vera nýsköpunarfyrirtæki í miklum vexti. Við erum þakklát fyrir allt góða fólkið sem vinnur hjá okkur og við erum óendanlega þakklát fyrir ykkur öll!

Takk fyrir að halda í okkur lífi í gegnum þetta skrýtna ár, takk fyrir velja gæða súkkulaði og skrautlega ísrétti til að njóta og deila með ykkar nánustu, takk fyrir að vera partur af Omnom ævintýrinu.

Sem þakklætisvott viljum við gefa ykkur afslátt í vefbúðinni okkar. Afslátturinn gildir einungis í vefverslun með kóðanum BÆ2020 og veitir 25% afslátt af öllum vörum nema gjafabréfum frá 27. desember til 3. janúar. Allar pantanir verða afgreiddar eftir 4. janúar. Smelltu hér til að versla

Óskar og Kjartan

-stofnendur og eigendur Omnom

Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the note box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now