Súkkulaði Brioche með vanillusósu
Þriðji í aðventu er runninn upp og þá er komin tími til að njóta. Við færum ykkur uppskrift að þessu sinni sem mun bera þig til himnaríkis og aftur tilbaka.
Súkkulaði Brioche með vanillusósu
45 gr mjólk, volg
6 gr þurrger
260 gr hveiti
30 gr sykur
30 gr kakóduft
2 egg
6 gr salt
120 gr ósaltað smjör, skorið í teninga, við stofuhita
1 eggjarauða + 2 msk vatn til að pensla með
Aðferð
Setjið volga mjólkina í hrærivélarskál og sáldrið yfir gerinu og leyfið að standa í 5 mín
Bætið við hveiti, sykri og kakódufti og hrærið saman í 5 mínútur
Blandið saman við eggin og hrærið í á hægum snúning í ca. 4 mín
Bætið við saltinu
Bætið við smjörinu hægt og rólega og hrærið í 10 mínutur í viðbót
Látið hefast í 1 klukkustund.
Leggið á borð og togið og mótið í 4 stórar kúlur. Gerið litla dæld með þumalfingri um miðjabolluna og setjið einn súkkulaði ganache-bolta inn í og klípið fyrir gatið
Setjið kúlurnar í smurt jólakökuform.
Látið hefast yfir nótt í kælir.
1 klst fyrir bökun takið út formið og leyfið að ná aftur stofuhita og
Hitið ofnin í 180°c
Bakið í 20-25 mín
Leyfið að standa í minnst 30 mín áður en borið er fram og berið fram með volgri vanillusósu
Ganache
250 gr rjómi
25 gr sýróp
250 gr Tanzania 70%, dökkt súkkulaði, saxað
50 gr smjör
Aðferð:
Setjið rjóma og sýróp í pott og sjóðið upp á
Hellið yfir súkkulaðið og blandið varlega saman
Þeytið smjöri saman við þegar blandan nær 40°c hita
Setjið í form og kælið
Mótið 4 kúlur og frystið í 4-8 klst
Notið í brauðuppskriftinni að ofan
Crème Anglais
500 gr mjólk
500 gr rjómi
1 Stk vanillustöng
120 gr eggjarauður
400 gr sykur
Setjið mjólk og rjóma í pott og hitið að suðumarki
Skerið vanillustöng fyrir miðju og skafið fræin úr og bætið í heita rjómablönduna, ásamt stönginni
Setjið plastfilmu yfir og leyfið að trekkja í 25 mín
Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til þykkt og ljóst
Sigtið rjómablandið og bætið við eggjablönduna varlega.
Setjið aftur í pott og hitið varlega upp þar til það þykknar
Hellið í gegnum sigti og kælið eða berið fram strax með súkkulaði Brioche brauðinu
Súkkulaði-Brioche með vanillusósu
45 gr mjólk, volg
6 gr þurrger
260 gr hveiti
30 gr sykur
30 gr kakóduft
2 egg
6 gr salt
120 gr ósaltað smjör, skorið í teninga, við stofuhita
1 eggjarauða + 2 msk vatn til að pensla með
Aðferð
Setjið volga mjólkina í hrærivélarskál og sáldrið yfir gerinu og leyfið að standa í 5 mín
Bætið við hveiti, sykri og kakódufti og hrærið saman í 5 mínútur
Blandið saman við eggin og hrærið í á hægum snúning í ca. 4 mín
Bætið við saltinu
Bætið við smjörinu hægt og rólega og hrærið í 10 mínutur í viðbót
Látið hefast í 1 klukkustund
Leggið á borð og togið og mótið í 4 stórar kúlur. Gerið litla dæld með þumalfingri um miðjabolluna og setjið einn súkkulaði Ganache-bolta inn í og klípið fyrir gatið
Setjið kúlurnar í smurt jólakökuform
Látið hefast yfir nótt í kælir
1 klst fyrir bökun takið út formið og leyfið að ná aftur stofuhita og hitið ofnin í 180°c.
Bakið í 20-25 mín
Leyfið að standa í minnst 30 mín áður en borið er fram og berið fram með volgri vanillusósu
Ganache
250 gr rjómi
25 gr sýróp
250 gr Tanzania 70%, dökkt súkkulaði, saxað
50 gr smjör
Aðferð:
Setjið rjóma og sýróp í pott og sjóðið upp á
Hellið yfir súkkulaðið og blandið varlega saman
Þeytið smjöri saman við þegar blandan nær 40°c hita
Setjið í form og kælið
Mótið 4 kúlur og frystið í 4-8 klst
Notið í brauðuppskriftinni að ofan
Crème Anglais
500 gr mjólk
500 gr rjómi
1 Stk vanillustöng
120 gr eggjarauður
400 gr sykur
Aðferð
Setjið mjólk og rjóma í pott og hitið að suðumarki
Skerið vanillustöng fyrir miðju og skafið fræin úr og bætið í heita rjómablönduna, ásamt stönginni
Setjið plastfilmu yfir og leyfið að trekkja í 25 mín
Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til þykkt og ljóst
Sigtið rjómablandið og bætið við eggjablönduna varlega.
Setjið aftur í pott og hitið varlega upp þar til það þykknar
Hellið í gegnum sigti og kælið eða berið fram strax með súkkulaði Brioche brauðinu