Skip to content
Omnom Beignets

Omnom Beignets með bláberja-balsamic súkkulaðisósu

Aðventugjöfin okkar að þessu sinni eru girnilegar Omnom Beignets. 

Beignet eru nokkursskonar kleinukúlur með gómsætri fyllingu. Þessi uppskrift er sannkallað jólaævintýri.


Omnom Beignet

450 gr hveiti

1 tsk þurrger

50 gr sykur

90 ml vatn

140 ml mjólk

50 gr smjör

1 egg

1 tsk salt


Kryddsykur

200 gr sykur

4 tsk mulin kardimommufræ


Aðferð

Byrjið á þvi að blanda saman sykri og kardimommufræjum.

Setjið hveiti, þurrger og sykur saman í hrærivélarskál.

Hitið upp vatn, mjólk og smjör, rétt þar til smjörið bráðnar og hrærið saman við eggið

Blandið út í hveitiblöndu og vinnið í hrærivél í ca 5 mínútur.

Smyrjið skál með olíu og setjið deigið í og látið lyft sér á volgum stað í 1 klukkustund.

Stráið hveiti á vinnuborð, setjið deigið á það og rúllið út deigið með kökukefli í ca. 1 cm þykkt.

Stingið út með útstungunarjárni 4cm breiðan hring og setjið á bakka með bökunarpappír

Látið lyfta sér í 20 mín

Hitið olíu í potti til að steikja í 150°c.

Steikið kúlurnar þar til gylltar á báðum hliðum, ca 4-6 mín, og passið að yfirfylla ekki pottinn

Takið úr feitinni og leggið á eldhúspappír og veltið svo strax upp úr kryddsykri.

Leyfið að kólna og fyllið með Bláberja-Balsamico súkkulaðisultu.


Bláberja-balsamik súkkulaðisulta

50 gr sykur

2,5 gr pektín (sultuhleypir)

500 gr bláber

300 gr sykur

90 gr Omnom Madagascar 66%, dökkt súkkulaði

50 gr Balsamik edik

Aðferð

Blandið saman 50 gr af sykri og pektíni

Blandið saman við bláberin og setjið í pott ásamt 300 gr af sykri og hitið við miðlungshita eða þar til fer að sjóða.

Sjóðið rólega í ca 10 mín

Saxið súkkulaðið og bætið saman við þar til vel blandað saman.

Leyfið að kólna og bætið saman við edikið.

Njótið aðventunnar!

Older Post
Newer Post

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now