Skip to content

Við sendum til Íslands, USA og Kanada • Frí sending ef pantað er fyrir meira en 7500 kr.

Christmas top cookies

Jólatoppar

Þessi einfalda og gómsæta uppskrift hefur fylgt mér frá því að ég var barn. Mér þykir mjög vænt um hana. 

Njótið aðventunnar. 

Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og einn stofnenda Omnom

Jólatoppar

300 gr smjör

150 gr sykur

450 gr hveiti

400 gr marsipan

200 gr súkkulaðibitar, td Milk of Madagascar, Sea Salted Toffee eða Tanzania 70%

Aðferð 

Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst

Blandið hveiti við og hnoðið saman

Kælið í minnst klst

Fletjið út deigið, milli tveggja bökunarpappíra, í ca 0,5cm þykkt og kælið

Fletjið marsipan út í svipaða stærð og fyrra deigið og leggið yfir kökudeigið og sléttið vel úr og stingið út með hringlaga útstungunarjárni ca 4-5 cm breitt.

Raðið kökunum á plötu með bökunarpappír

Bakið við 170c í 5-10 mín, passa að þær brúnist ekki of mikið

Setjið súkkulaðibita ofan á hverja köku um leið og þær koma út úr ofninum.

Leyfið að kólna

Sjá aðrar aðventuuppskriftir hér

Older Post
Newer Post
Close (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Added to cart