Jólatoppar
Þessi einfalda og gómsæta uppskrift hefur fylgt mér frá því að ég var barn. Mér þykir mjög vænt um hana.
Njótið aðventunnar.
Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og einn stofnenda Omnom
Jólatoppar
300 gr smjör
150 gr sykur
450 gr hveiti
400 gr marsipan
200 gr súkkulaðibitar, td Milk of Madagascar, Sea Salted Toffee eða Tanzania 70%
Aðferð
Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst
Blandið hveiti við og hnoðið saman
Kælið í minnst klst
Fletjið út deigið, milli tveggja bökunarpappíra, í ca 0,5cm þykkt og kælið
Fletjið marsipan út í svipaða stærð og fyrra deigið og leggið yfir kökudeigið og sléttið vel úr og stingið út með hringlaga útstungunarjárni ca 4-5 cm breitt.
Raðið kökunum á plötu með bökunarpappír
Bakið við 170c í 5-10 mín, passa að þær brúnist ekki of mikið
Setjið súkkulaðibita ofan á hverja köku um leið og þær koma út úr ofninum.
Leyfið að kólna
Sjá aðrar aðventuuppskriftir hér