Skip to content
Jólaglögg (Icelandic mulled wine)

Jólaglögg

Það er varla hægt að finna meiri stemningsdrykk en gott jólaglögg á aðventunni í góðra vinahópi. Þessi uppskrift er skotheld inn í helgina. Njótið vel!

Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og einn stofnenda Omnom


Tékkið einnig á öðrum aðventuuppskriftum; jólatoppar, brúnkaka og heitt kakó.

Jólaglögg

Partur 1

3 flöskur af rauðvíni

3 appelsínur, skrældar og safinn kreistur úr

2 sítrónur, skrældar og safinn kreistur úr

120 gr hunang

150 gr hrásykur

100 gr kakónibbur

2 kanilstangir

10 negulnaglar

10 kardimommur

1 stjörnuanis

1 vanillustöng, skorin í þvert og fræin sköfuð úr

Partur 2

30 gr vodka

smá salt

smá sykur

ristaðar möndluflögur

þurrkuð trönuber, söxuð

Aðferð 

Setjið allt í pott æur parti eitt og hitið við vægan hita, ekki sjóða.

Leyfið að hitna saman þar til kryddin fara gefa vel af bragði í glöggið.

Bætið við vodkanum og smakkið til með smá salti og sykri eftir smekk. Bætið við möndluflögum og trönuberjum og berið fram

Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the message box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now