Skip to content

Við sendum til Íslands, USA og Kanada • Frí sending ef pantað er fyrir meira en 7500 kr.

Jólaglögg (Icelandic mulled wine)

Jólaglögg

Það er varla hægt að finna meiri stemningsdrykk en gott jólaglögg á aðventunni í góðra vinahópi. Þessi uppskrift er skotheld inn í helgina. Njótið vel!

Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og einn stofnenda Omnom


Tékkið einnig á öðrum aðventuuppskriftum; jólatoppar, brúnkaka og heitt kakó.

Jólaglögg

Partur 1

3 flöskur af rauðvíni

3 appelsínur, skrældar og safinn kreistur úr

2 sítrónur, skrældar og safinn kreistur úr

120 gr hunang

150 gr hrásykur

100 gr kakónibbur

2 kanilstangir

10 negulnaglar

10 kardimommur

1 stjörnuanis

1 vanillustöng, skorin í þvert og fræin sköfuð úr

Partur 2

30 gr vodka

smá salt

smá sykur

ristaðar möndluflögur

þurrkuð trönuber, söxuð

Aðferð 

Setjið allt í pott æur parti eitt og hitið við vægan hita, ekki sjóða.

Leyfið að hitna saman þar til kryddin fara gefa vel af bragði í glöggið.

Bætið við vodkanum og smakkið til með smá salti og sykri eftir smekk. Bætið við möndluflögum og trönuberjum og berið fram

Older Post
Newer Post
Close (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Added to cart