Skip to content
Make your own orange wreath

Búðu til þinn eigin appelsínukrans


Við erum búin að vera smá heltekin af appelsínukrönsum, þeir koma ekkert smá vel út, hvort sem á borði eða í glugga. Hér eru einfaldar leiðbeiningar svo að þú getir búið til þinn eigin appelsínu/sítruskrans


Þú þarft: Kransahring, vír, skæri, þurrkaða sítrusávexti og greni eða greinar eftir smekk ásamt öðru skrauti.


 1. Gott er að byrja á því að kaupa appelsínu, sítrónur, greip (þetta kemur sérstaklega vel út), og jafnvel lime og skera niður í eins þunnar sneiðar og mögulegt er. Stundum er gott að nota brauðhníf í þetta.

 2. Þurrka eins mikinn safa of hægt er með pappír eða viskustykki

 3. Leggja sítrusávexti á bökunapappír og ofan á grind, ekki plötu

 4. Stilla ofninn á 110 gráður

 5. Baka á einni hlið í klukkustund, snúa þeim svo við og baka í annan klukkutíma. Það er mikilvægt að fylgjast vel með þeim á þessum tíma. Einnig er hægt að baka þær á lægri hita, td 60-90 í svona fjóra tíma. Milvægt er að fygjast vel með ávöxtum og taka út eftir hentusemi enda ávextirnir misfljótir að bakast

 6. Taka ávexti út úr ofninum og leyfa þeim að kólna

 7. Veldu þér kransahring í þeirri stærð sem þú villt hafa kransinn þinn.

 8. Komdu þér vel fyrir á uppáhaldsstaðnum þínum með góðan drykk og gotterí við hönd

 9. Klipptu greinarnar niður í þá lengd sem þú vilt, það er fallegt að hafa þær mislangar.

 10. Raðaðu nokkrum greinum saman í lítið búnt og settu á hringin þannig að þær feli hann og vefðu þétt með vírnum. Endurtaktu þetta svo allan hringinn. Best er að gera þetta án þess að klippa vírinn. Þegar allur hringinn er hulinn greinum er vírinn klipptur og festur.

 11. Gott er að gera lykkju á enda vírsins til að hengja kransinn upp.

 12. Taktu svo vír og klipptu niður í búta, sirka 4-5 sm, stingdu báðum endum vírsins í gegnum appelsínusneið og festu við greinina með því að snúa upp á vírinn. Hægt er að bæta við kanilstöngum, þurrkuðum blómum, jólakúlum eða hverju sem þér dettur í hug.

 13. Til að festa skraut á kransinn er einnig hægt að notast við blómaleir, blómalím eða límbyssu, allt eftir því hvað þér finnst best.


Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the note box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now