Skip to content
What

Hvert er þitt Omnom?

Omnom er lítil súkkulaðigerð í Reykjavík sem framleiðir handgert súkkulaði, stofnuð af æskuvinunum Kjartani Gíslasyni og Óskari Þórðarsyni.

Allt súkkulaði Omnom er unnið frá grunni frá kakóbaunum sem við flytjum inn frá Nikaragúa, Madagaskar, Tanzaníu og Perú.

Markmið Omnom er að búa til úrvalssúkkulaði úr hágæða hráefnum með litríku og listrænu ívafi því við elskum súkkulaði!

Lakkrís + Sea Salt

Við elskum lakkrís og við elskum súkkulaði. Fyrir okkur var eina vitið að blanda þessu tvennu saman og útkoman er súkkulaðistykki sem hverfur nánast í einum andardrætti.

Hvítt súkkulaði þarf ekki að vera litlaust og óspennandi. En með því að blanda saman hreinni púðraðri lakkrísrót við lífrænt kakósmjör verður til bragðupplifun sem er margslungin og silkimjúk í senn.

Fullkomnuðum við svo blönduna með því að strá hágæða sjávarsalti frá vinum okkar í Saltverk yfir súkkulaðið, sem sprengir upp bragðið og úr verður einstakt súkkulaði.

Caramel + Milk

Við nálgumst ávallt súkkulaðið okkar með bragð og gæði baunarinnar í fyrirrúmi. Ef okkur finnst súkkulaðið ekki nógu gómsætt til að vilja annan bita, þá framleiðum við það ekki. Aftur á móti, ef okkur finnst bragðið spennandi þá leggjum við metnað í að kynna okkur uppruna og sögu baunarinnar, þar á meðal ræktun og framleiðslu í heimalandinu. Stofnendur Omnom heimsóttu kakóbændur í Nikaragúa og fengum að kynnast af eigin raun, fólkinu á bakið við þessar mögnuðu verðlauna baunir. 

Caramel + Milk er silkimjúkt mjólkursúkkulaði með glitrandi súkkulaðihúðuðum karamelluperlum ofan á og dass af regnboga. Fullkomið fyrir drottningar og alla súkkulaðigrísi.

Sea Salted Toffee

Við elskum karamellusúkkulaði en að búa til hina fullkomu karamellu getur verið snúið. Við höfum leikið okkur með þessa uppskrift í langan tíma. Til að ná fram karamellubragðinu bökuðum við mjólkina í sólarhring eða þar til að hún tók á sig rjómakenndan karamellukeim sem minnir einna helst á Dulce de leche. Því næst stráðum við yfir súkkulaðið sjávarsalti frá Saltverk til þess að fullkomna bragðið sem við leituðum að. Útkoman er þessi karamellukenndi draumur. 

Það gleður okkur mikið að tilkynna að Omnom súkkulaði er nú fáanlegt í öllu helstu verslunum um land allt. 

Older Post
Newer Post

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now