Skip to content
To our everyday superheroes

Ofurhetjur hversdagsins

lovecollection-blog.jpgAð eiga ánægjulegar stundir með okkar nánustu er það dýrmætasta sem við eigum. Þörfin til að hlúa að hvort öðru hefur aldrei verið meiri. Þó faðmlögin verði að bíða um stund þá reynum við öll eftir bestu getu að sína hlýhug í verki. Þá er til dæmis bragðgóð hugmynd að gefa ofurhetjum hversdagsins súkkulaði og þakka þeim fyrir allt sem þær hafa lagt á sig fyrir okkur.

Ekkert værum við án þeirra og hafa þær svo sannarlega fært okkur heiminn allan. Við erum að sjálfsögðu að tala um hinar upprunalegu ofurhetjur alheimsins, mæður okkar.

Við teljum tilvalið tækifæri til að senda smá ást og þakklæti með Love Collection gjafaöskjunni okkar og hvetjum við einnig alla eindregið til sýna umhyggju sína með fallegri orðsendingu með öskjunni.

En undanfarið höfum við séð æ fleiri ofurhetjur stíga fram. Heilbrigðisstarfsfólk landsins hefur svo sannarlega gert kraftaverk með störfum sínum og lagt meira á sig en orð fá lýst á einstaklega sérkennilegum tímum í sögu þjóðar okkar. Viljum við því láta gott af okkur leiða og reyna að gera daga þeirra ögn bjartari með því að senda þeim smá þakklætisvott.

Fyrir hverja pöntun í netverslun sem inniheldur Love Collection munum við senda heilbrigðisstarfsmanni eða deild að eigin vali, öskju af Love Collection.

Eina sem þú þarft að gera er að tilgreina við kaupin hvaða starfsmaður eða deild á að fá öskjuna, og við komum henni til skila.

Þessa má geta að við bjóðum upp á fría heimkeyrslu/póstsendingu á öllum pöntunum yfir 5.000kr. 

Older Post
Newer Post

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the note box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now