Á tímum sem þessum
Kæru vinir,
nú sem aldrei fyrr þurfum við á súkkulaði að halda.
Gleymum ekki að hlúa að starfsemi íslenskra fyrirtækja og verslum íslenskt til að gleðja náungann.
Í ljósi síbreytilegra aðstæðna í heiminum tökum við einn dag í einu í Omnom. Í dag er verslun okkar að Hólmaslóð 4 opin en auðvitað með viðeigandi ráðstöfunum í takt við tilmæli stjórnvalda*, auk þess er vefverslun okkar alltaf opin og hægt að hringja í síma 5195959 til að panta, greiða og fá ráðgjöf um val á súkkulaði. Við gerum að sjálfsögðu allt sem við getum til að hámarka öryggi starfsfólks og viðskiptavina. Við höfum lokað fyrir allar heimsóknir í Omnom næstu vikur.
Við höfum tekið þá ákvörðun að bjóða upp á heimkeyrslu fyrir allar netpantanir yfir 5000 kr. á höfuðborgarsvæðinu. Þetta á einnig við um Mr. Carrots. Við minnum á nettilboðið okkar í mars. Við bætum Lakkrís Krunch við hverja einustu pöntun yfir 5000 kr.
*Einn til fjórir hraustir gestir eru velkomnir inn í verslun okkar hverju sinni
*Starfsfólk veitir ráðleggingar um val á súkkulaði og gefur smakk undir snertilausri handleiðslu, engin sjálfsafgreiðsla í boði næstu daga
*Við bjóðum upp á sótthreinsi fyrir viðskiptavini
*Við hvetjum fólk til að nota snertilausar lausnir við greiðslu, en ef því er ekki við komið gætum við þess að þrífa posann okkar vel og vandalega
*Allir snertifletir eru þrifnir extra oft og sótthreinsaðir
*Sem fyrr er handþvottur starfsfólks og sótthreinsun í hávegi höfð
Hafir þú einhverjar fyrirspurnir, ekki hika við að hafa samband við okkur hér, eða senda okkur skilaboð á samfélagsmiðlum
Hugsið vel um hvert annað og munið að borða súkkulaði