Skip to content
Mr. Carrots coloring game

Litaleikur Mr. Carrots

Við óskum þér og þínum gleðilegra páska og vonum að hátíðin verði ykkur hugljúf og ánægjuleg. Við viljum þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir stuðninginn í þessu nýja verkefni sem lífið hefur fært okkur.

Okkur langar að lífga örlítið upp á inniveruna með því að bjóða upp á Omnom litakeppni. Það eina sem þú þarft að gera er að hala niður myndunum hér fyrir neðan og leyfa þínum innri listamanni að skína skært!

Við hvetjum ykkur öll til að deila myndunum með okkur á Instagram, Facebook eða Twitter merktar myllumerkinu #omnomchocolate, en þrír listrænir súkkulaðigrísir munu fá gjöf frá Omnom.

Þess má geta að litaleikurinn fer einnig fram á Instagram Stories fyrir þá sem vilja heldur skapa sín listaverk í símanum. Notir þú ekki samfélagsmiðla, getur þú sent listaverkið þitt til okkar með því að smella hér. Dregið verður 17. apríl næstkomandi.

Njótið páskanna og hugsið vel um hvert annað.

Omnom fjölskyldan.

Hala niður myndum

Older Post
Newer Post

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now