Skip to content

Síðasti dagur til að panta innanlands er 21. desember fyrir hádegi. Við sendum til Íslands, USA og Kanada • Frí sending ef pantað er fyrir meira en 7500 kr.

Mr. Carrots coloring game

Litaleikur Mr. Carrots

Við óskum þér og þínum gleðilegra páska og vonum að hátíðin verði ykkur hugljúf og ánægjuleg. Við viljum þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir stuðninginn í þessu nýja verkefni sem lífið hefur fært okkur.

Okkur langar að lífga örlítið upp á inniveruna með því að bjóða upp á Omnom litakeppni. Það eina sem þú þarft að gera er að hala niður myndunum hér fyrir neðan og leyfa þínum innri listamanni að skína skært!

Við hvetjum ykkur öll til að deila myndunum með okkur á Instagram, Facebook eða Twitter merktar myllumerkinu #omnomchocolate, en þrír listrænir súkkulaðigrísir munu fá gjöf frá Omnom.

Þess má geta að litaleikurinn fer einnig fram á Instagram Stories fyrir þá sem vilja heldur skapa sín listaverk í símanum. Notir þú ekki samfélagsmiðla, getur þú sent listaverkið þitt til okkar með því að smella hér. Dregið verður 17. apríl næstkomandi.

Njótið páskanna og hugsið vel um hvert annað.

Omnom fjölskyldan.

Hala niður myndum

Older Post
Newer Post
Close (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Added to cart