Einstakt og fágætt súkkulaði
Á lítilli kakóplantekru í norðurhluta Perú fannst fyrir algjöra tilviljun tegund af kakóávexti sem talin hafði verið útdauð í yfir heila öld.
Gran Nativo Blanco kakóbaunin er, eins og nafnið gefur til kynna, hvít á lit ólíkt öðrum tegundum. Sker hún sig því úr flórunni bæði í útliti og bragði, en silkimjúkir og fjölþættir bragðtónar hennar eru afar eftirsóknarverðir.
Við vorum svo gífurlegar heppin að fá nýja uppskeru af þessum ótrúlegu kakóbaunum frá Perú.
Bragðtónum Gran Nativo Blanco er best lýst sem bitrum keim af ristuðum valhnetum og papæja- og sítrusávöxtum. Einnig má finna vísi af karadommu og negull tónum.
Það er því mikill heiður fyrir okkur að fá að vinna með þessar einstöku baunir sem aðeins handfylli af súkkulaðigerðarfólki í heiminum fær tækifæri á að vinna með.
En hvernig er best að upplifa og bragða á 100% súkkulaði? Okkur þykir ávallt skemmtilegt að para 100% súkkulaði með allskyns mat eða drykk. Hér koma nokkrar af okkar uppáhalds pörunum.
- Ávextir
Fíkjur og döðlur eru í miklu uppáhaldi
- Ostur
Við mælum með að prufa Chevre ost
- Te
Dökkt súkkulaði og te er hin fullkomna pörun
- Kaffi
Pour over-kaffi með berjuðum, ávaxtatónum er fullkomið
- Eftirréttavín
Gott portvín eða Madeira eru málið
- Bjór
Góður IPA bjór eða sætur og ristaður porter. Við getum persónulega mælt með bjórunum frá Borg með Peru 100%.
- Bourbon
Silkimjúkt og temmilega sætt bourbon viskí er fullkomið til að opna upp bragðið
í dökku súkkulaði án þess að vera of yfirgnæfandi.
- Charcuterie
Orð eru óþörf í þessu tilfelli