Skip to content

VETUR 2024

SPICED WHITE + CARAMEL

——————————————————————————————————

Ilmurinn af jólunum er engu líkur. Kanill og kryddaðar jurtir, konfekt í skálum og jólaöl í könnu. Það er fátt sem yljar eins og þessi tilfinning.

Við spurðum fólk í kringum okkur hvaða vetrarsúkkulaði þau myndu vilja sjá aftur í ár og varð Spiced White + Caramel fyrir valinu.

Kryddað, maltað hvítt súkkulaði með appelsínuberki, kanil og stökkri karamellu. Þessi klassíska blanda kemur öllum í jólafíling.

——————————————————————————————————

SAGAN Á BAKVIÐ VETRARSÚKKULAÐIÐ

Þegar kemur að því að búa til súkkulaði fyrir jólin á ég það oft til að leita í minningabankann og sækja innblástur þaðan frá einhverju úr æsku minni. Þaðan fæ ég oft aragrúann allan af góðum hugmyndum til þess að leika mér með. Eins og til dæmis piparkökur eða Malt og Appelsín.  

Lesa meira

——————————————————————————————————

——————————————————————————————————

Flestir Íslendingar halda fast í þessa ríkulegu hefð af hátíðlegri bragðupplifun, sem er engri lík. Við vildum fanga þessa hefð með okkar eigin hætti í einstöku súkkulaði sem er sannkallaður óður til jólanna. Í ár er súkkulaðið í nýjum og glæsilegum búning og kemur einnig í glæsilegri gjafaöskju í nýrri stærð sem er fullkomin til að deila.

Njótið jólanna að hætti Omnom.

——————————————————————————————————

Is this a gift? Send a card to the recipient - just leave your message in the message box below.

Shopping Cart

Your cart is currently empty

Shop now